— Bókanir og þjónusta

Einstaklingsviðtöl

Einstaklingsviðtöl

Einstaklingsviðtöl

Þeir sem veikjast vegna starfsþrots þurfa oft á miklum stuðningi að halda líkt og þeir sem veikjast af öðrum ástæðum.

Tímanir eru miðaðir að þörfum hvers og eins

Hver tími er 50 mínútur.

Greitt er fyrir hvert viðtal.

 

 

Mikilvægt er að kynna sér skilmála vel  varðandi afbókanir og forfallagjald.

Sjá skilmála

Fyrir hverja eru einstaklingsviðtöl?

Einstaklingsviðtöl eru fyrir alla þá sem þurfa og vilja fá stuðning og fræðslu vegna starfsþrots.

Hvernig er fyrsta viðtalið?

Í fyrsta viðtali er farið yfir sögu einstaklingsins, og hann spurður spurninga um þann vanda sem vinna á með. Í sumum tilfellum tökum við fleiri en einn tíma í að fá góða mynd af aðstæðunum, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Rædd verða hvaða markmið einstaklingurinn hefur án allrar pressu. Markmiðin geta verið smá í byrjun.

Lögð er áhersla á að byggja upp góð tengsl og að vinna í samvinnu að skýrum markmiðum.

Í tímanum fær einstaklingurinn góð ráð og leiðbeiningar um næstu skref.

Þau sem treysta sér til geta komið með útfylltan einkennalista með sér. 

Hvernig viðtöl eru í boði?

Einstaklingviðtöl eru í boði bæði sem frumendurhæfing og sem stuðningsúrræði þegar snúa á aftur til vinnu eftir veikindaleyfi vegna starfsþrots. 

 

Frumendurhæfing

Viðtöl í frumendurhæfingu er hugsað sem fyrsta úrræði þeirra sem lenda í starfsþroti og sem úrræði áður en viðkomandi fer í endurhæfingu hjá Virk eða öðrum endurhæfingaraðila. Einnig er boðið upp á viðtöl meðfram meðferð hjá Virk.

Þegar fólk lendir í að veikjast vegna starfsþrots er oft ekkert sem grípur fólk og heimilislæknar oft ráðþrota, og vísa fólki strax í virka endurhæfingu, en oft er nauðsynlegt að fá stuðning í hvíld áður en slík endurhæfing hefst, til að geta tekist á við endurhæfinguna með raunhæfum hætti.

 

Einnig er boðið upp á viðtöl meðfram meðferð hjá Virk.

 

Stuðningur þegar snúið er aftur til vinnu

Þegar fólk snýr aftur til vinnu eftir veikindaleyfi vegna starfsþrots er nauðsynlegt að gera breytingar á vinnuumhverfinu. Mörgum reynist erfitt að byrja aftur að vinna og þykir nauðsynlegt að fá stuðning og ráðleggingar á þessum tímapunkti. 

Sjá skilmála
Sjá persónuverndarstefnu